Ísland!!!

Jæja, þá er maður mættur á klakann.

Byrjaði ferðalagið raunar á því að stoppa í Hróarskeldu hjá Ingu Freyju og Palla vinum mínum og það er alltaf ljúft að koma þangað. Þar dvaldi ég um nóttinu og fór svo út á flugvöll daginn eftir. Ég fór með Flugleiðum og það var bara alveg ágætis flugferð.

Svo þegar ég kom til Keflavíkur þá tók Guðrún Karítas á móti mér og ég var hjá þeim hjónum um kvöldið. Steini varð 35 ára í gær og til lukku enn og aftur Steini og ég fékk kökur og pottrétt og læti...hrikalega vel valin dagsetning hjá mér. Guðrún gerði alveg himneska súkkulaðiköku sem hreinlega verður að fá að fara í uppskriftabankann minn. Guðrún...Guðrún....GUÐRÚN!!! senda uppskrift!!!

Í morgun vaknaði ég hress og kátur og fékk þennan fína morgunverð og fékk svo far í bæinn með Steina.

Núna sit hér í nýja eldhúsinu hjá pabba og Erlu og er að njóta kaffibollans úr nýju kaffivélinni. Hrein og tær gleði bara.

Heyrumst síðar.

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hæ hæ já gott að fá svona flottar móttökur ;) vona bara að þú njótir þess að stoppa hér á klakanum ;););)
Helgi sagði…
Hafdu thad sem best tharna í nordrinu! Kvedja frá Stokkhólmi.
Flísteppalaeknirinn.

Vinsælar færslur